Borgarvitleysa

Ég verð bara að segja að nú er nóg komið af rugli og vitleysu í borgarmálunum. Þetta er bara alveg óþolandi ástand og ég vil bara spyrja hvort þetta fólk sem er þarna að ráðskast með stjórnunar-stöður í borginni haldi virkilega að við sem kusum í Borgarstjórnarkosningunum komum til með að treysta þessu fólki fyrir þessum ábyrgðarstöðum? Ég vil bara leggja til að það verði farið í að kjósa aftur. Ég hef engan áhuga á að velta mér uppúr því hver sveik hvern og ekki.

Ég veit samt ekki betur en að ástæðan fyrir því að borgarstjórnin féll fyrst hafi verið vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í forsvari fyrir því að sölsa undir sig og fleiri Orkuveitu Reykjavíkur sem er og á að vera í okkar eigu. Því spyr ég bara hvernig stendur á því að þeir geta bara labbað inn aftur eins og fínir menn og allir bara skella skuldinni á framsóknarflokkinn eins og venjulega. Þetta er orðið hallærislegt. Þið ættuð að skammast ykkar og eins og ég sagði áðan þá á að efna til nýrra kosninga og þetta fólk þarf aldeilis að sína fram á að það sé traustsins vert.  

Heiða


mbl.is Þrúgandi óvissa í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bensínverð

Sælt veri fólkið

Það sem furðar mig í þessu þjóðfélagi er hækkandi verð á bensíni. Hvernig stendur á því að bensínið hækkar bara og hækkar og dollarinn fellur? Það hefur oftast verið afsökun Olíufélagana að heimsmarkaðsverð er svo hátt og að dollarinn er svo hár, en nú er krónan sterk og dollarinn lækkar  og alltaf hækkar bensínið. Annað skil ég ekki og það er af hverju er ekkert talað um þetta í þjóðfélaginu? FÍB (Félag íslenskra bifreiðaeigenda) hefur oft rætt um þetta og það hefur komið fram í umræðu í útvarpi en nú heyrir maður bara ekki neitt. Eru allir sofandi Sleeping á verðinum núna? Pirrar þetta engan nema mig? Hvernig væri að við færum að vakna af blundinum og fá skýringar á þessu? Annað hef ég ekki að ergja mig á í bili, sól og blíða úti og löng helgi. Grin


Nýr notandi

Halló

Hér ætla ég að tjá mig um lífsins gang og nauðsynar.

Kveðja

Heiða H Matt


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband